Ráðgjöf vegna sölu eigna í umsýslu Lindarhvols ehf.

Lindarhvoll ehf., kt. 670416-0460, Arnarhvoli, 101 Reykjavík, annast umsýslu á eignum ríkissjóðs, mótteknum skv. 2. mgr. ákvæðis til bráðabirgða III í lögum nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands, í samræmi við fyrirmæli framangreinds ákvæðis og samning milli félagsins og fjármála- og efnahagsráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, dags. 29. apríl 2016.

Meðal eignarhluta sem ríkissjóður hefur skv. framansögðu móttekið og Lindarhvoll annast umsýslu og ráðstöfun á eru eignarhlutir í skráðum félögum og 100% eignarhlutur í Lyfju hf.

Lindarhvoll ehf. hefur óskað eftir að Ríkiskaup annist milligöngu um öflun tilboða frá fjármálafyrirtækjum til að selja skráðar eignir í umsýslu félagsins sjá nánar http://www.rikiskaup.is/utbod/utb/20359 og tilboða frá hugsanlegum ráðgjöfum í tengslum við sölumeðferð á Lyfju hf. sjá nánar http://www.rikiskaup.is/utbod/utb/20340.