Greinargerð um starfsemi Lindarhvols ehf.

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur sent Alþingi greinargerð með upplýsingum um starfsemi Lindarhvols ehf. og framvindu vinnu við úrvinnslu þeirra stöðugleikaeigna sem ríkissjóður fékk í sinn hlut í tengslum við nauðasamninga slitabúa fallinna fjármálafyrirtækja. Einnig er í greinargerðinni áætlun um framgang verksins til næstu mánaða. Í bráðabirgðaákvæðum við lög um Seðlabanka Íslands er kveðið á um að Alþingi fái ársfjórðungslega upplýsingar um úrvinnslu stöðugleikaeigna. Greinargerðina má sjá hér: https://www.fjarmalaraduneyti.is/frettir/lindarhvoll