Vörukaup ehf. – Opið söluferli

Lindarhvoll ehf., kt. 670416-0460, Arnarhvoli, 101 Reykjavík, auglýsir til sölu allt hlutafé í einkahlutafélaginu Vörukaup, kt. 421111-1460, Miðhrauni 15, Garðabæ.

Söluferli Vörukaupa ehf. byggir á samþykktum reglum um sölu eigna ríkissjóðs sem eru í umsýslu Lindarhvols ehf., þar sem kemur fram að við sölu eigna skuli leggja áherslu á gagnsæi, hlutlægni, jafnræði og hagkvæmni. Með hagkvæmni er átt við að leitað sé hæsta verðs eða markaðsverðs fyrir eignirnar.

Söluferlið er opið öllum aðilum sem sýnt geta fram á með fullnægjandi hætti að mati Lindarhvols ehf., fjárhagslegan styrk og fjárfestingagetu umfram 100 milljónir króna.

Þeim aðilum sem óska eftir frekari upplýsingum og fullnægja þeim skilyrðum sem sett eru, er vinsamlegast bent á að senda tölvupóst á netfangið vorukaup@lindarhvolleignir.is og munu þeir í framhaldinu fá senda stutta kynningu ásamt frekari upplýsingum um söluferlið.

Í kjölfarið og eftir skoðun Lindarhvols ehf. á fyrirliggjandi gögnum verða frekari sölugögn afhent til fjárfesta, sem boðið verður að taka þátt í söluferlinu gegn undirritun þeirra á trúnaðaryfirlýsingu og skilmálabréf þar að lútandi.

Áhugasömum bjóðendum er boðið að skila inn skuldbindandi tilboðum með sérstaklega tilgreindum fyrirvörum fyrir kl. 16.00, föstudaginn 14. október 2016.

Frekari upplýsingar um söluferlið má nálgast með því að senda fyrirspurn í tölvupósti á netfangið vorukaup@lindarhvolleignir.is.