Útboð á eignarhlut í Sjóvá-Almennum tryggingum hf.

Lindarhvoll ehf. hefur boðið til sölu fyrir hönd SAT eignarhaldsfélags hf., sem er að fullu í eigu Ríkissjóðs Íslands, allt að 217.655.980 hluti í Sjóvá-Almennum tryggingum hf. eða sem samsvarar 13,93% á þegar útgefnu hlutafé í Sjóvá-Almennum tryggingum hf. Á grundvelli reglna Lindarhvols ehf. um umsýslu, fullnustu og sölu eigna, þar sem segir að sala og ráðstöfun skuli eiga sér stað að undangengnu opnu tilboðsferli, þar sem gætt sé gagnsæis og jafnræðis bjóðenda, fer salan fram í útboði sem auglýst var opinberlega eftir lokun markaða í dag þann 23. september 2016. Tilboðsfrestur rennur út klukkan 08.30 mánudaginn 26. september 2016. Nánari upplýsingar um útboðið, útboðsskilmála og tilboðsform má sjá hér: https://www.landsbankinn.is/frettir/2016/09/23/Lindarhvoll-ehf.-hyggst-selja-allt-ad-13-93-eignarhlut-i-Sjova-Almennum-tryggingum-hf/