Glitnir Holdco ehf. – Klakki ehf. – Gamli Byr Eignarhaldsfélag ehf. – Opið söluferli

Lindarhvoll ehf., kt. 670416-0460, Arnarhvoli, 101 Reykjavík, auglýsir til sölu eignarhluti og tengdar kröfur vegna eftirfarandi lögaðila:

  • Glitnir Holdco ehf.
  • Klakki ehf.
  • Gamli Byr Eignarhaldsfélag ehf.

Söluferlið byggir á samþykktum reglum um sölu eigna ríkissjóðs sem eru í umsýslu Lindarhvols ehf., þar sem kemur fram að við sölu eigna skuli leggja áherslu á gagnsæi, hlutlægni, jafnræði og hagkvæmni. Með hagkvæmni er átt við að leitað sé hæsta verðs eða markaðsverðs fyrir eignirnar.

Söluferlið er opið öllum aðilum gegn undirritun þeirra á trúnaðaryfirlýsingu og skilmálabréf.

Þeim aðilum sem óska eftir frekari upplýsingum er vinsamlegast bent á að senda tölvupóst á netfangið soluferli@lindarhvolleignir.is og munu þeir í framhaldinu fá senda stutta kynningu ásamt frekari upplýsingum um söluferlið.

Fjárfestar sem þess óska verður boðið að taka þátt í söluferlinu gegn undirritun þeirra á trúnaðaryfirlýsingu og skilmálabréf þar að lútandi.

Áhugasömum bjóðendum er boðið að skila inn skuldbindandi tilboðum með sérstaklega tilgreindum fyrirvörum fyrir kl. 16.00, föstudaginn 14. október 2016.

Frekari upplýsingar um söluferlið má nálgast með því að senda fyrirspurn í tölvupósti á netfangið soluferli@lindarhvolleignir.is.