Niðurstaða í opnu söluferli vegna Vörukaupa ehf.

Lindarhvoll ehf., auglýsti opinberlega þann 22. september 2016 til sölu í opnu söluferli allt hlutafé í einkahlutafélaginu Vörukaup ehf. (sjá nánari upplýsingar hér: http://lindarhvolleignir.is/2016/09/22/vorukaup-ehf-opid-soluferli/).
Áhugasömum bjóðendum var boðið að skila inn skuldbindandi tilboðum með sérstaklega tilgreindum fyrirvörum fyrir kl. 16.00, föstudaginn 14. október 2016.
Söluferlið var opið öllum aðilum sem fullnægðu þeim almennu skilyrðum sem sett voru. Var söluferlið í samræmi við samþykktar reglur um sölu eigna, sem eru í umsýslu Lindarhvols ehf., þar sem segir að leggja eigi áherslu á hagkvæmni með því að leitað skuli hæsta verðs eða markaðsverðs fyrir eignirnar í opnu söluferli (reglurnar má finna hér: http://lindarhvolleignir.is/wp-content/uploads/2016/05/Reglur-um-umsy%CC%81slu-Lindarhvoll.pdf og frekari upplýsingar um starfsemi og starfshætti Lindarhvols ehf. er að finna hér á síðunni undir flipanum stofnskjöl og starfshættir).
Samtals bárust fjögur skuldbindandi tilboð fyrir lok tilboðsfrest. Hagkvæmasta tilboðið í söluferlinu átti Xyzeta ehf. og í samræmi við skilmála söluferlisins og framangreindar reglur hefur verið gengið til samningaviðræðna við félagið um kaupin á grundvelli framlagðs skuldbindandi tilboðs þess og verður niðurstaðan tilkynnt þegar hún liggur fyrir.