Niðurstaða í opnu söluferli vegna Glitnir Holdco ehf., Klakki ehf. og Gamli Byr Eignarhaldsfélag ehf.

Lindarhvoll ehf. auglýsti opinberlega 29. september 2016 til sölu í opnu söluferli eignarhluti og tengdar kröfur í Glitni Holdco ehf., Klakka ehf. og Gamla Byr Eignarhaldsfélag ehf. (sjá nánari upplýsingar hér: http://lindarhvolleignir.is/2016/09/29/opid-soluferli/)
Áhugasömum bjóðendum var boðið að skila inn skuldbindandi tilboðum með sérstaklega tilgreindum fyrirvörum fyrir lok tilboðsfrests, kl. 16.00, föstudaginn 14. október 2016.
Söluferlið var opið öllum áhugasömum aðilum og var söluferlið í samræmi við samþykktar reglur um sölu eigna sem eru í umsýslu Lindarhvols ehf., þar sem segir m.a. að leggja skuli áherslu á hagkvæmni, þar sem leitað skuli hæsta verðs eða markaðsverðs fyrir eignirnar í opnu söluferli (reglurnar má finna hér: http://lindarhvolleignir.is/wp-content/uploads/2016/05/Reglur-um-umsy%CC%81slu-Lindarhvoll.pdfog frekari upplýsingar um starfsemi og starfshætti Lindarhvols ehf. er að finna hér á síðunni undir flipanum stofnskjöl og starfshættir).
Samtals bárust fjögur skuldbindandi tilboð í ofangreinda eignarhluti og tengdar kröfur fyrir lok tilboðsfrests. Niðurstaðan úr opna söluferlinu var með þeim hætti að hæstu tilboðum sem bárust fyrir lok tilboðsfrests var tekið. Hæsta tilboðið og jafnframt það eina í Glitni Holdco ehf. átti SC Lowy Primary Investments Ltd., hæsta tilboðið í Klakka ehf. átti BLM fjárfestingar ehf. en engin tilboð bárust í Gamla Byr Eignarhaldsfélag ehf.
Í samræmi við skilmála söluferlisins og framangreindar reglur hefur verið gengið frá samningum við fyrrnefnda aðila um kaupin á grundvelli framlagðra skuldbindandi tilboða þeirra með lögbundnum fyrirvörum.