Niðurstaða í opnu söluferli Lyfju hf.

Á grundvelli reglna Lindarhvols ehf. um sölu stöðugleikaeigna, þar sem segir að sala og ráðstöfun skuli eiga sér stað að undangengnu opnu söluferli og gætt sé gagnsæis og jafnræðis bjóðenda, auglýsti fyrirtækjaráðgjöf Kviku banka hf. dags. 9. nóvember 2017 allt hlutafé í Lyfju hf. til sölu. Nánari upplýsingar um söluferli á Lyfju hf. og helstu skilmála þess má sjá hér: https://www.kvika.is/um-kviku/frettir/lyfja-hf-opid-soluferli

Samkvæmt skilmálum söluferlisins rann frestur til að leggja fram skuldbindandi tilboð út 29. janúar sl. Að yfirförnum mótteknum tilboðum kom í ljós að SID ehf., sem er í eigu SIA III slhf., Þarabakka ehf. og Kasks ehf., átti hæsta tilboðið. Var á grundvelli þess skrifað undir kaupsamning um kaup félagsins á öllu hlutafé í Lyfju hf. dags. 5. febrúar 2018. Kaupsamningurinn er gerður með fyrirvara um áreiðanleikakönnun og samþykki Samkeppniseftirlitsins. Reiknað er með að niðurstaða áreiðanleikakönnunar liggi fyrir innan 4 vikna og að endanleg niðurstaða Samkeppniseftirlitsins liggi fyrir á fyrri hluta árs 2018. Nánari upplýsingar verða veittar þegar öllum fyrirvörum kaupsamningsins hefur verið fullnægt. Þar til verður rekstur Lyfju hf. og dótturfélaga með óbreyttu sniði.