Starfsemi Lindarhvols ehf. lokið

Samkomulag er um það milli stjórnar Lindarhvols ehf. og fjármála- og efnahagsráðuneytisins að Lindarhvoll ehf. hafi lokið þeim verkefnum sem félaginu voru falin með samningi sem ráðuneytið gerði við félagið í apríl 2016 um úrvinnslu og umsýslu stöðugleikaeigna og mun samningurinn því falla niður frá og með 7. febrúar. Í kjölfarið verður Lindarhvoli ehf. slitið. Nánari upplýsingar má sjá hér: https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2018/02/07/Urvinnslu-stodugleikaeigna-lykur/