Lindarhvoll ehf. annast umsýslu, fullnustu og sölu á eignum ríkissjóðs samkvæmt lögum um Seðlabanka Íslands

Lindarhvoll ehf. var stofnað þann 15. apríl 2016, og er tilgangur félagsins að annast umsýslu, fullnustu og sölu, eftir því sem við á, á eignum ríkissjóðs, mótteknum skv. 2. mgr. ákvæðis til bráðabirgða III í lögum nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands og annar skyldur rekstur. Við umsýslu, fullnustu og sölu eignanna mun félagið leggja áherslu á gagnsæi, hlutlægni, jafnræði og hagkvæmni. Með hagkvæmni er átt við að leitað sé hæsta verðs eða markaðsverðs fyrir eignirnar. Félagið undirbýr sölu eignanna eða aðra ráðstöfun þeirra, leitar tilboða, metur tilboð, hefur umsjón með samningaviðræðum og annast samningagerð. Sala og ráðstöfun mun eiga sér stað að undangengnu opnu tilboðsferli þar sem gætt er gagnsæis og jafnræðis bjóðenda.