Niðurstaða sölu á eignarhlut í Reitum fasteignafélagi hf.

Lindarhvoll ehf. hefur boðið til sölu allan eignarhlut Ríkissjóðs í Reitum fasteignafélagi hf. að undangengnum samningi félagsins við Landsbankann hf. varðandi sölu skráðra eigna í umsýslu félagsins. Á grundvelli reglna Lindarhvols ehf. um umsýslu, fullnustu og sölu eigna, þar sem segir að sala og ráðstöfun skuli eiga sér stað að undangengnu opnu tilboðsferli, þar sem gætt sé gagnsæis og jafnræðis bjóðenda, fór salan fram í útboði sem auglýst var opinberlega eftir lokun markaða þann 19. ágúst sl. og rann tilboðsfrestur út klukkan 08.30 mánudaginn 22. ágúst 2016. Nánari upplýsingar um útboðið, útboðsskilmála og tilboðsform má sjá hér:https://www.landsbankinn.is/frettir/2016/08/19/Lindarhvoll-ehf.-hyggst-selja-allt-ad-6-38-eignarhlut-i-Reitum-fasteignafelagi-hf/.

Upplýsingar um niðurstöðu útboðsins má sjá hér: https://www.landsbankinn.is/frettir/2016/08/22/Lindarhvoll-selur-6-38-hlut-i-Reitum-fyrir-3-9-ma.kr/